Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

ANDSPYRNA ÚTGÁFA

Andspyrna útgáfa hefur verið starfrækt í nokkur ár með það að markmiði að sá fræjum anarkískrar hugsunar út í samfélagið. Fyrstu útgáfur voru litlir fregnmiðar sem stækkuðu upp í bæklinga og nú bækur auk annars. Eingöngu netútgáfa væri flatt fyrirbæri og ekki endingargott. Bækur eru fallegar, eigulegar og spennandi. Útgáfur andspyrnu eru seldar á verði sem miðast við að dekka kostnað við prentunina.

12 Alhæfingar um beinar aðgerðir leiðréttar
Smárit þar sem farið er yfir 12 alhæfingar almennings um beinar aðgerðir og þær leiðréttar.
“Skýr dæmi um Beinar Aðgerðir er víða að sjá. Þegar einhver opnar sjálf/ur húsnæði fyrir heimilislausa í stað þess að kjósa flokk sem lofar að vinna að málefnum þeirra með skrifræði og skattpeningum, þá er það bein aðgerð. Maður sem gefur út dreifirit um ákveðin málefni í stað þess að vona að dagblöðin taki þau til umfjöllunar er einnig í beinum aðgerðum. Eins fólk sem menntar sig sjálft með stofnun bókaklúbbs með vinum sínum í stað þess að borga háskólanum fyrir að tyggja efnið ofan í sig. Nágrannar sem taka sig saman um að halda hverfinu sínu hreinu og hrekja burt glæpamenn í stað þess að bíða eftir að lögreglan geri það eru dæmi um beinar aðgerðir. Þær eru alltaf að eiga sér stað og án þeirra myndi ekkert komast í verk.”
Á Kaffihúsinu, samræður um Anarkisma
Þýðing á þessu klassíska anarkistariti Malatesta þar sem hann tekur fyrir alla helstu gagnrýni þess tíma, á málstað anarkista.
Beinar Aðgerðir og Borgaralega Óhlýðni
Hér er m.a. fjallað um og leitað svara við eftirtöldum atriðum: Hver er munurinn á friðsamlegum mótmælulm, borgaralegri óhlýðni og beinum aðgerðum? Hvernig má stöðva vinnu á afmörkuðum svæðum og gæta eigin öryggis um leið? Hvernig er gott að standa að skipulagi aðgerða og aðgerðahópa. Hvernig geta borgarar myndað þrýstihópa, rannsakað starfsemi fyrirtækja og ef til vill hent rjómatertum í stjórnmálamenn? Er hægt að taka yfir götur og breyta þeim í útivistarsvæði? Við getum aldrei myndað hið fullkomna samfélag - en það er rétt að reyna hvað maður getur til þess. Í raun fjallar þessi bók um ábyrgð og hugrekki.
Dansað á Ösku Daganna
Þessu bók er byggð að mestu leyti á "Days of War, Nights of Love" frá Crimethinc. Ýmsar nálganir á hugsunina "er það hvernig við lifum, hugsum og hegðum okkur í dag endilega besta leiðin til að lifa, hugsa og hegða sér?" Bók fyrir fólk sem hefur í sér raunsæi til að krefjast hins ómögulega. Fólk sem lýsir sjálfu sér sem íhaldssömu segist verða innblásið af þessari bók.
Hulduheimur Heiðarlands
Af baksíðu: Gunnar og Margrét eiga heima við ána. Bakkar árinnar og heiðarlandið umhverfis þorpið er þeirra leiksvæði. Daginn sem þau átta sig á að hópur manna vinnur að því að eyðileggja ána, bregðast þau við á þann hátt sem þeim finnst vera réttastur; að hjálpa landinu og dýrunum.

Þau vissu vel að þau voru ekki alvöru álfar á árbakka og að þau voru ekki einu krakkarnir í heiminum sem fundu hjartað slá í takt við náttúruna. Nú þurftu þau að vera hugrökk.
Hvernig snúa má Heiminum á Réttan Kjöl
Smárit sem er innblásið af sýn Situationista á samfélag kapítalismans og stöðu einstaklingsins í honum. Lýsir hvernig einstaklingurinn þarf fyrst að endurheimta hugsun sína og stöðu sem manneskju til að skilja hvernig samfélagið hefur verið rænt náttúrulegum samskiptaferlum.
HVÍ EKKI AÐ BRENNA BANKANA?
Bæklingur þar sem velt er upp spurningunni hvort sé meira absúrd; að láta bankana áfram vera í áskrift að fjárhagslegri stöðu heimilanna eð að brenna þá niður og sjá til hvernig okkur gengur án þeirra. Plakatið innaní er teiknað af Inga Jenssyni (www.ingi.net) og skreytir heimili margra landsmanna.

Lífsmörk 1.tbl.
Lífsmörk hefur komið út í tveimur tölublöðum í nóvember og desember 2008 og var dreift aðallega á mótmælafundum á austurvelli. 2000 eintök voru prentuð og vel tekið á móti útgáfunni af reiðu fólki sem þyrsti í nýjar hugmyndir. Óvíst er um að frekari útgáfu lífsmarka.

Lífsmörk 2.tbl.
Lífsmörk hefur komið út í tveimur tölublöðum í nóvember og desember 2008 og var dreift aðallega á mótmælafundum á austurvelli. 2000 eintök voru prentuð og vel tekið á móti útgáfunni af reiðu fólki sem þyrsti í nýjar hugmyndir. Óvíst er um að frekari útgáfu lífsmarka.

Orðabók Anarkistans
Lítið hefti, 16 bls A5, sem tekur ýmis orð úr anarkistatextum og snarar. Þetta er verk í stöðugri endurskoðun og stækkun. Prentað í 200 eintökum og dreift frítt.
“Criminal – glæpamaður. Þó að lögbrot geti verið andfélagsleg hegðun eru tengsl þar á milli alls ekki sjálfsögð. Glæpamaður getur verið a) sjálfselskur einstaklingur sem leitar sjálfsupphafningar og treður til þess á öðrum sem ekkert eiga. Brýtur þannig niður náttúrulega samstöðu innan samfélags og ýtir undir kúgun þeirra undirokuðu. Eða b) einstaklingur eða hópar sem hætta að hlýða og verða þannig glæpamenn í augum þeirra sem krefjast hlýðni. Kallar á gagnrýnar spurningar og umræðu um eðli yfirvalds og siðferði þeirra sem taka ákvarðanir um rétt og rangt fyrir alla aðra sem undir þeim sitja í valdapýramídum. ”
Philosophy for Life -

Ríkið
Harold Barclay er prófessor í mannfræði og anarkisti. Hann tekur hér saman myndun ríkisins í samfélögum manna. Á baksíðu segir:
"Ríkið er hvorki náttúrulegt né ómissandi, heldur afsprengi harðstjóra. Saga þess er saga valdbeitingar, auðsöfnunar og kúgunar. Ódauðleiki ríkisins er stærsta góðsögn okkar tíma.

Harold Barclay útskýrir hvernig valdamikill forréttindahópur hefur rænt stjórnun á samfélaginu. Ríkið heur náð algerum yfirráðum með stjórn sinni á atvinnu, viðskiptum, landbúnaði og auðlindum. Er ríkið virkilega nauðsynlegt eða ætti að skipuleggja samfélagið án þess?
Svartur Svanur #3
Nýjasta hefti fyrsta íslenska anarksitaritsins Svartur Svanur. Í þetta sinn 80 bls af fjölbreyttu lesefni sem nálgast anarkisma frá ýmsum hliðum. Uppreisnir, aktivismi, bókmenntir, heimspeki, skáldskapur og heimildir.
Um Anarkisma
Orðið Anarkismi vekur bæði ótta og aðdáun meðal fólks. En fæstir skilja hvað það er sem anarkistar hafa trú á, hvað anarkistar vilja og hvað anarkistar gera. Þessi hárbeitta ritgerð setur anarkismann fram sem hagnýta pólitíska heimspeki.