Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Clandestines – the Pirate journals of an Irish exile

Eftir Ramor Ryan

AK Press 2006

 

Ramor Ryan er írskur anarkisti sem fariđ hefur víđa í samstöđuađgerđum í alţjóđlegri baráttu almennings, gegn átrođningi ţeirra sem taka sér meiri völd en öđrum er hollt; kapítalistum, ríkisstjórnum og herstjórnum.

 

Hann segir frá á flakki í tíma og rúmi, byrjar bókina á lífi sínu međal pönkara og hústökufólks í Berlín, međal skrautlegra karaktera og róttćklinga sem eiga ţađ sameiginlegt vera í stríđi viđ lögreglu og önnur yfirvöld, samhliđa ţví vinna stöđugt consensus um hvernig ţau lifa saman. Ţessi reynsla, sem og upplifun hans sem unglings af morđárás leyniskyttu á útfararfylgd fallins IRA međlims, eflir í honum andúđ á yfirvaldi og styrkir hann í trúnni á anarkíska baráttu fyrir réttlćti.

 

En í millitíđinni víkur sögunni til Kúrdistan. Margir flóttamenn úr röđum Kúrda eru í Berlín, ástandiđ virđist vonlaust ţví auk ţess sem ţessi ţjóđarlausi ţjóđflokkur er ofsóttur af herjum Tyrklands, Írak, Íran og Sýrlands, skiptast Kúrdar í ţrjá pólitíska hópa sem berjast innbyrđis; PKK. PUK og KDP. Á tíu ára afmćli baráttu PKK gegn ţjóđhreinsun Tyrkjahers, skipuleggur Ryan ferđ hóps írskra blađamanna og aktivista til Kúrdahluta Tyrklands, til safna upplýsingum um ţetta stríđ sem er ekki til fyrir evrópskum fjölmiđlum. Ferđin verđur lífshćttuleg, ţau eru handtekin af tyrknesku leyniţjónustunni og yfirheyrđ en blađamenn hafa veriđ fangelsađir og myrtir fyrir sömu sakir af útsendurum Tyrknesku leyniţjónustunnar.

 

Frásögnin af ferđ Ryan um hertekiđ svćđi Kúrda og dvöl hans sem vestrćnn mannlegur skjöldur í einu ţorpi indíana í Chiapas, eru átakanlegustu kaflar bókarinnar. Ţađ er eftir uppreisn Zapatista í Chiapas 1. Janúar 1994, sem Ryan ferđast međ fleirum til ţorpsins Diez de Abril. Ţar búa 75 fjölskyldur á landi sem var nautabúgarđur í eigu eins manns sem indíánarnir hröktu burt. Aktivistarnir starfa og lifa međ ţorpsbúum og veita ţorpsbúum nokkra vörn gegn mexíkanska hernum, verandi hvítir vesturlandabúar.

 

Ţađ er ţó alltaf stutt í léttari strengi í dagbókum Ryan, eins og ţegar hann fer á Rainbow Gathering í Króatíu. Hann fréttir af ţessari samkomu náttúruunnenda eftir hafa tekiđ ţátt í G8 mótmćlunum í Genóa á Ítalíu. Í stuttu máli hittir hann marga sérstaka karaktera, bćđi á leiđinni og á stađnum sjálfum en líđur ekki alveg eins og hann heima hjá sér á Rainbow Gathering.

 

Ryan fer sem aktivisti til stuđnings Sandinistum í Nicaragua 1989. Hópurinn “the Irish Coffee Brigade” samanstendur af 23 ólíkum einstaklingum sem vilja hjálpa til međ ţví vinna á kaffiplantekrunum. Fullir af bjartsýni yfir velgengni uppreisnarinnar. Seinna í bókinni fer Ryan aftur til Nicaragua og fer í “chicken bus” ferđalag um S-Ameríku og lýsir ţví sem fyrir augu ber, hvernig kapítalisminn og valdagrćđgin hefur étiđ upp loforđ og drauma uppreisnarmanna.

 

Hver kafli bókarinnar er stuttur og frásagnir hnitmiđađar. Mannlýsingar áberandi og Ryan er ţannig karakter ţeim borgum, eđa borgarhlutum, sem lýst er sem áberandi hćttulegum, talar hann um sem “my kinda town”. Ţessvegna verđa ţessar dagbćkur hans spennandi blanda af baráttu hinna réttindalausu fyrir landi og frelsi og ćvintýraleg frásögn heimshornaflakkara sem skođar heiminn útfrá grasrótinni en ekki útfrá sjálfum sér.

 

SH

 

Til baka í umfjallanir