Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Granny Made Me an Anarchist

– General Franco, the Angry Brigade and Me

Stuart Christie

AKpress 2007

 

Hér er sjálfsćvisaga Stuart Christie, eins langt og hún nćr. Hún kom fyrst út 2004 en var síđan endurútgefin af AKpress 2007.

Christie er skoskur anarkisti sem hefur veriđ virkur í anarkistastarfsemi og andspyrnustarfsemi frá unglingsaldri en hann er fćddur áriđ 1946. Nafn hans varđ ţekkt um alla evrópu ţegar hann var handtekinn á Spáni međ smyglađ sprengiefni innanklćđa, sem ćtlunin var ađ nota til ađ myrđa einrćđisherrann Franco. Hann var ţá 18 ára.

Frásögnin skiptist í ţrjá hluta: Skotland, Spán og London. Christie lýsir fyrst uppvaxtarárum sínum í Glasgow og mótunarárum sínum sem róttćks anarkista. Ţátttöku sinni í almennri andspyrnu gegn hernađarmálum og síđan kynna af anarkistum ţess tíma, hverra pólitík var enn mjög lituđ af eftirreytum spćnsku borgarastyrjaldarinnar. Sem leiđir til ţess ađ hann verđur hluti af hreyfingunni gegn fasistastjórn Franco sem stýrir Spáni međ her og lögreglu, handtökum, pyntingum og aftökum (á sama tíma og evrópskt ferđafólk heldur efnahagskerfi Spánar uppi).

Handtaka Christie hans kemur honum í spćnskt fangelsi međ tuttugu ára dóm á bakinu, hann situr af sér nokkur ár, er sleppt og er búsettur í London á róstutímum Evrópu sjöunda áratugar síđustu aldar. Í London er hann undir stöđugu eftirliti og áreiti lögreglu vegna fyrri sögu sinnar og áframhaldandi ţátttöku í anarkistastjórnmálum. Ţví sér lögreglan sér leik á borđi ađ planta sönnunargögnum til ađ tengja hann viđ hópinn „the Angry Brigade“ sem beitir sprengiefni á byggingar í stéttastríđinu gegn ríkinu og kapítalistum. Ţađ verđa lengstu réttarhöld í sögu Englands en enda međ sýknun hans en sakfellingu annara.

Ţađ er áberandi viđ lestur ţessarar frásagnar hversu hrokalaus hún er. Christie gerir aldrei mikiđ úr eigin hlutverki. Hann er anarkisti og auđvitađ finnst einstakling ţađ ekkert stórmerkilegt sem er honum eđlislćgt. Hann bendir frekar á eigin mistök en hitt og ţađ kemur frekar fram hversu mikiđ hann var í vinnunni sem gasmađur en hvort hann var lykilmađur innan ensku anarkistahreyfingarinnar. Ţar sem hann kemur inn á persónuleg mál er ţađ algerlega laust viđ dramatík.

Lýsing hans á lífinu í Glasgow eftir seinna stríđ er lifandi og skemmtileg. Ađstćđurnar sem hann kemur sér í viđ sprengiefnasmygliđ á Spáni gera atburđarásina ćsispennandi ... afţví ađ ţetta er ekki spennusaga heldur raunveruleg frásögn. Lýsingar hans á ofbeldi fjölmiđla og embćttismannakerfis enska ríkisins og hvernig ţetta tvennt virkar saman er óhugnanleg. Bresku dagblöđin leggja mikla vinnu í ađ sverta mannorđ og sakbendla hann og alla ađra anarkista. Eins og Christie segir, ef hann hefđi átt peninga hefđi hann getađ dregiđ ţessa miđla fyrir rétt og sett ţá á hausinn. Ţađ er nokkuđ magnađ hvađ bókin öll er skrifuđ lćsilega. Hann er ađ lýsa heimsmálum og pólitísku umhverfi innan Stóra-Bretlands í stuttu máli. Jafnvel öll Angry Brigade réttarhöldin flćkja ekki frásögnina.

Bókin er lćrdómsrík fyrir anarkista og aktivista ţví „á seinni hluta sjötta áratugarins héldu sumir frćđingar ţví fram ađ okkar kynslóđ hefđi ekkert til ađ berjast fyrir og ađ velferđarsamfélagiđ gerđi íbúana leiđa og ţćga – sem er nákvćmlega sömu rök og haldiđ er fram í dag.“ Einnig er hún gott innlegg í umrćđuna um hvort og hvenćr sé réttlćtanlegt ađ beita ofbeldi: „Muniđ, ofbeldi og beinar ađgerđir eru ađferđir, ekki hugsjón eđa heimspeki.“ (bls 101) og „Hvađ varđar afstöđu anarkista til beitingar ofbeldis, ţá get ég einungis sagt ađ hún er ekki til, umfram hinn eđlilega rétt manneskja til ađ verja sig og sitt. Hversvegna, hvenćr og hvort menn og konur ákveđa ađ grípa til vopna er algerlega huglćgt og einstaklingsbundiđ ferli ... sem einungis er hćgt ađ skilja útfrá samhengi og umhverfi ţess tíma.“ (bls 293).

„Granny Made me an Anarchist“ er góđ, vel skrifuđ og spennandi bók fyrir allt áhugafólk um góđar bćkur, róttćka pólitík og atburđi hins róstusama sjöunda áratugar.  

sh

Til baka í umfjallanir