Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Anarkistum hefur alltaf, bćđi í orđi og á borđi, veriđ umhuguđ gagnrýni á stjórnmál sem einn arm mannlegrar hegđunar ađskilinn frá allri annari hegđun og sem ýtir undir myndun sérstakrar stéttar pólitíkusa og stjórnmálafrćđinga.”

Benjamin Noys

 

  Stjórnmál á íslandi eru arfafátćkt fyrirbćri. Pólitísks ţroska verđur varla vart nema ţá kannski međal ţeirra sem eru nógu skynsamir til ađ halda sig fjarri ţeim leik. Eins og önnur fyrrum nýlenduríki, fékk sá menningarhópur sem byggir eyjuna, ríkisfyrirkomulag í arf frá sínum nýlenduherrum. Međ ţví fylgdi lýđrćđiskerfi byggt á starfsemi stjórnmálaflokka. Firring stjórnmála hefur aukist hratt síđustu ár ţar sem flokkastarf hefur einokađ pólitískt starf og ţeim sem ekki eru hluti af ţví finnst eins og stjórnmál eigi ekki ađ koma ţeim viđ og ađ stjórnmál hafi ekkert ađ gera međ hvernig fólk lifir sínu lífi.

Hverri skođun sem sett er fram er ţegar fenginn stađur í gráu litrófi flokkapólitíkur. Ungt fólk „međ áhuga á stjórnmálum” leitar ađ skođunum sínum í stefnuskrá flokka eđa ađlagar skođanir sínar ţeim. Framabrautir innan stjórnmálaflokka eiga rćtur í skólakerfinu. „Career politician“ er enn ömurlegra fyrirbćri en t.d. poppstjarna eđa leikari sem byggir feril sinn á aumkvunarverđum uppákomum og um leiđ er „career politician“ hćttulegt fyrirbćri ţví framabraut stjórnmálapoppstjörnunnar leiđir til valda og áhrifa. Annar ömurleiki ţessara framabrauta verđur ljós í muninum í áhugamćlingum almennings á einkalífi popparans og áhrifum ţeirra stjórnmála sem búiđ er ađ stela.   

Fegurđ mótmćlauppákomanna frá síđasta hausti og ţar til nú, liggur í ţeirri stađreynd ađ mótmćlin tengjast engum stjórnmálaflokkum, nema sem andstađa viđ ţađ sem stjórnmálaflokkar standa fyrir, og ađ ţau eru ekki leidd af neinum. Skipuleggjendur og fundarstjórar eru eingöngu ţeir aktivistar sem hafa tekiđ ađ sér ađ skipuleggja. Megniđ af ţeim öflum sem hafa haft stýrandi áhrif á mótmćlin og ţćr raddir sem kölluđu til ţeirra voru í flestum tilfellum nafnlausar. Ţađ má benda á ađ einhverjir hafi stađiđ meira á stalli en ađrir en ţađ er rétt eins og međ ritstjóra ţessarar síđu; hann tekur ekki viđ hvađa texta sem er til birtingar. Gagnrýnin á mögulegar leiđtogastellingar kemur ţá kannski frá ţeim sem, samkvćmt lćrđri fjölmiđlataktík, geta ekki fjallađ um neitt stjórnmálatengt án ţess ađ stilla upp einhverjum sem forsprakka og helst formanni (flokksforystu).

Gangur og skipulag mótmćlanna er (hingađ til) mjög anarkískur í eđli sínu og hinn eđlislćgi anarkismi mótmćlenda (nei góđa fólk, ég er ekki ađ kenna anarkismakenningunni upp á alla sem tóku ţátt í mótmćlum gegn ofurvaldi og aulagangi ríkis og banka heldur benda á stađreyndina anarkisma sem skipulag án yfirvalds) kemur fram vegna yfirlýsts vantrausts fjölda fólks á ţeim sem standa í framlínu viđurkenndra flokka. Lýđveldiđ er rotiđ og allir finna ólyktina, međal almennings vekur hún reiđi og andstyggđ (eđa ţreytu og leiđa međal ţeirra sem draga fram lífiđ međ flatt ímyndunarafl) en međal atvinnupólitíkusa vekur hún örvćntingu.

Hafi atvinnupólitíkus náđ stól er áhersla hans eđa hennar á ađ halda völdum. Ţađ er alltaf forgangsverkefni og til ţess ţarf miklar málamiđlanir. Í málamiđlunum eru stefnumál (ţau sem frambjóđendur selja sig međ) sjálfsagđur fórnarkostnađur undir ţví yfirskini ađ haldi ţau ekki völdum nái stefnumálin (sem búiđ er ađ fórna) ekki fram ađ ganga: Hinn sjálfsagđi vítahringur framabrautarinnar.

 Fram til 20. Janúar 2009 var Helgi Hóseason eini mađurinn sem mćtt hefur til ţingsetningar međ einlćg áform. Ţegar hriktir í lýđveldinu, hriktir í valdapýramídanum og almenningur áttar sig vonlausri stöđu sinni gagnvart eigin stjórnmálum. Rétt eins og ţegar glittir í gjaldţrot ţeirra sem tekiđ hafa yfir dreifingu og sölu matvćla og vextir bankanna stjórna fjárhag heimilanna, áttar almenningur sig á vonlausri stöđu sinni gagnvart efnahagskerfinu.

Ţađ vita allir ađ ţađ felst engin lausn í nýjum kosningum. Hin stjórnmálalega fátćkt nýlendunnar býđur bara ekki upp á róttćkari kröfur.  Ţađ er dauđadómur ţessarar grasrótarbylgju fari fulltrúar hennar ađ makka viđ atvinnupólitíkusa. Ástćđa ţess ađ hćgt er ađ gala á torgum (bloggsíđum) um ađ grasrótin hafi engin svör er ađ grasrótin leitast viđ hugsa ekki eins og stjórnmálaflokkur. Grasrótin sendir ekki frá sér fréttatilkynningar, hún leitar ađ leiđum til ađ njóta lífsins og bjarga lífi sínu frá sjálfskipuđum verjendum ţess. Fyrir fólk sem sér fram á ćvilangar afborganir er endurreisn trausts í fjármálageiranum ekki ađkallandi vandamál. Ekki heldur fyrirlitning okkar á stjórnmálaflokkum. Ađ tromma jakkafatamennin til helvítis og berja stofnanirnar ţeirra ađ utan eru eđlileg varnarviđbrögđ samfélags sem vill endurheimta sín stjórnmál, sitt sjálfstćđi og sitt frelsi og endurheimta merkingu ţessara orđa um leiđ.

 

Til baka í greinar