Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Skilgreiningar á Anarkisma: ASÍ   Emma Goldman   Ron Carrier   Affinity Group of Evolutionary Anarchists   Donald Rooum   Alexander Berkman  

"Það gæti gengið upp" segir þú, "ef við getum bjargað okkur án yfirstjórnar. En getum við það?"

Kannski er besta leiðin til að fá svar þessari spurningu að skoða þitt eigið líf.

Hvaða hlutverki gegnir ríkisstjórnin í lífi þínu? Er hún að hjálpa þér að lifa? Gefur hún þér fæði, klæði og húsaskjól? Þarftu á henni að halda í leik og starfi? Ef þú leggst veik(ur) hringirðu á lækni eða löggu? Getur ríkisstjórnin veitt þér hæfileika umfram þá sem náttúran gerði? Getur ríkisstjórnin bjargað þér frá sjúkleika, elli og dauða?

Horfðu á þitt daglega líf og þú munt sjá að í raun á ríkisstjórnin engan hlut að máli fyrr en hún fer að skipta sér af þínum málum, þegar hún þvingar þig til að gera ákveðna hluti eða bannar þér að gera aðra hluti. T.d. þvingar hún þig til að borga skatt og þannig halda henni uppi, hvort sem þér líkar betur eða verr. Hún setur þig í einkennisbúning og setur þig í herinn. Hún ræðst inn í þitt einkalíf, skipar þér fram og tilbaka, kúgar þig, segir þér til um hegðun og fer með þig eins og henni líkar. Hún segir þér jafnvel hverju þú skalt trúa og refsar þér fyrir að hugsa og hegða þér öðruvísi. Hún leiðbeinir þér um mat og drykk og hendir þér í fangelsi og skýtur á þig fyrir óhlýðni. Hún skipar þér fyrir og ræður yfir hverju stigi lífs þíns. Hún fer með þig eins og óknyttabarn, eins og óábyrgt barn sem þarf á að halda strangri hendi uppalanda en ef þú óhlýðnast þá er ábyrgðin, engu að síður, þín.

Er það ekki undirfurðulegt að flest fólk hugsar að við getum ekki verið án ríkisstjórnar, þegar líf okkar hefur í raun ekki nokkur tengsl við hana, hefur enga þörf fyrir hana og verður ekki fyrir truflun nema þar sem ríkisstjórn og dómstólar koma að.

Alexander Berkman - úr ABC of Anarchism (1927).