Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Skilgreiningar á Anarkisma: ASÍ   Emma Goldman   Ron Carrier   Affinity Group of Evolutionary Anarchists   Donald Rooum   Alexander Berkman  

Anarkistar trúa því að tilgangur samfélags sé að fjölga valmöguleikum einstaklingsins. Á þessu grundvallast Anarkismi. Ef þú værir einangruð/aður myndir þú samt vera fær um að taka ákvarðanir en umhverfi þitt myndi skerða möguleika þína. Samfélag, hvernig svo sem það er skipulagt, gefur einstaklingum fleiri tækifæri og anarkistar telja að þar liggi tilgangur samfélags. Anarkistar berjast fyrir samfélagi sem er eins virkt og hvetjandi og hægt er, þ.e. samfélag sem sér einstaklingum fyrir valmöguleikum á sem breiðustum grundvelli. Hver þau félagslegu tengsl þar sem annar aðilinn stjórnar hinum með ógnun (beinni eða óbeinni, raunverulegri eða mögulegri) kemur í veg fyrir að sá sem er kúgaður fái notið valmöguleika sinna. Tilfallandi atvik valdbeitingar geta verið óhjákvæmileg en samkvæmt skoðun anarkistans eru þau kúgandi tengsl sem innbyggð eru bæði í opinberar og félagslegar stofnanir alls ekki óhjákvæmileg. Þau eru félagsleg hneisa sem allir ættu að reyna að útrýma.

Anarkismi stendur gegn ríkjum, herjum, einræðiskapitalisma, fjölræðiskapitalisma, ríkiskapitalisma, skrifræði, yfirvaldi byggðu á gagni, gæðum eða fræðum, byltingarvakinni ríkisstjórn, feðraveldi, mæðraveldi, einræði, fjölræði, fjárkúgun, glæpahringjum og kúgun af hverju tagi. Með öðrum orðum. Anarkistar eru á móti yfirstjórn af öllu tagi.

Donald Rooum - "What is Anarchism, an introduction"