Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Skilgreiningar á Anarkisma: ASÍ   Emma Goldman   Ron Carrier   Affinity Group of Evolutionary Anarchists   Donald Rooum   Alexander Berkman  

Til að útskýra anarkisma) notaði J.A. Andrews dæmi um hóp af vinum sem eru að fara í útilegu. Þeir skipuleggja ferðina og hvert þeirra leggur til hæfileika og verkfæri í púkkið. Þau vinna saman að uppsetningu tjaldanna, veiðistanganna og undirbúningi án þess að nokkurt þeirra sé í stjórnunarstöðu gagnvart hinum. Hópurinn skipuleggur sig sjálfur, skyldustörfum er sinnt og allir nota tímann að vild, einir eða í hópum. Fólk ræðir þau mál þar sem þau vilja láta til sín taka og lagðar eru fram tillögur að lausnum. Enginn er skyldugur til að fylgja hópnum en þau sem það kjósa eru með því að segja sig viljug til að a.m.k. reyna að finna uppbyggilegar lausnir vandamála og ágreinings sem mun örugglega rísa. Ef engin lausn er möguleg geta þeir einstaklingar sem ósammála eru myndað annan hóp eða farið án þess að afgangurinn af hópnum ásæki þá á nokkurn hátt.

Affinity Group of Evolutionary Anarchists - "Consent or Coercion"