Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Skilgreiningar á Anarkisma: ASÍ   Emma Goldman   Ron Carrier   Affinity Group of Evolutionary Anarchists   Donald Rooum   Alexander Berkman  

Algeng útskýring á anarkisma er að hann gangi út á afnám ríkisvalds. Þó að það sé í sjálfu sér rétt, þar sem hvar sem er í heiminum myndi reynast erfitt að finna anarkista sem væri hrifinn af einhverskonar ríkisstjórnarbatteríi, þá tel ég þetta ekki vera bestu leiðina til að lýsa markmiðum anarkisma.

Frekar ætti að skilja anarkisma þannig að hann miði að útrýmingu yfirvalds af öllu tagi. Þ.e.a.s. anarkismi stendur gegn hvers kyns tengslum milli manna þar sem einn tekur ákvarðanir fyrir annan, án samþykkis hans, hvernig hann eigi að lifa lífi sínu og ráðskast þannig með lífsstíl viðkomandi. Þannig stendur anarkismi ekki einungis gegn ríkisstjórn, lögreglu og her, lögum og dómsvaldi. Hann stendur einnig gegn kapitalisma, þar sem þeir fáu sem hafa eignarhald á framleiðslutækjum neyða hina til launavinnu til ágóða fyrir þá eða svelta að öðrum kosti. Anarkismi stendur gegn kynþáttamisrétti í hvaða formi sem er og gegn hverskyns kúgun byggðri á kynhneigð. Þar sem þessháttar kúgun er algjörlega óásættanleg vilja anarkistar móta aðstæður þar sem allir ákveða fyrir sig eins framarlega og hægt er, á grundvelli samvinnu og frelsis, hvernig hver og einn lifir sínu lífi.

Ron Carrier - "Anarchism and Power."