Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Skilgreiningar á Anarkisma: ASÍ   Emma Goldman   Ron Carrier   Affinity Group of Evolutionary Anarchists   Donald Rooum   Alexander Berkman  

Anarkismi er eina hugmyndafræðin sem færir manninum meðvitund um sjálfan sig, sem fullyrðir að guð, ríkið og samfélagið séu tilverulaus og að þeirra loforð séu tóm tjara þar sem einungis er hægt að uppfylla þau með því að setja manninn skör lægra. Þannig kennir Anarkismi um samstöðu í lífinu; ekki bara í náttúrunni heldur og í manninum. Það er ekkert stríð milli eðlishvata einstaklingsins og hinna félagslegu eðlishvata frekar en ósætti er milli hjartans og lungnanna: Annað er drifkraftur mikilvægs lífsefnis, hitt hefur til að bera frumefnið sem viðheldur lífskrafti og hreinleika lífsefnisins. Einstaklingurinn er hjarta samfélagsins og geymir í sér kraft hins félagslega lífs, samfélagið er lungun sem miðlar lífskraftinum til að hjarta samfélagsin (einstaklingurinn) sé hreint og sterkt.

"Það er sem er einhvers virði í þessum heimi er hin vakandi sál, sem hver maður geymir innra með sér. Hin vakandi sál sér hreinan sannleika, gefur frá sér sannleika og skapar." Þetta skrifar Emerson. Með öðrum orðum þá er einstaklingseðlið það sem einhvers virði er í heiminum. Það er hin sanna sál sem sér og skapar sannleikann á lifandi hátt þannig að af geti vaxið enn mikilvægari sannleikur, hin endurfædda félagslega sál.

Anarkismi er hinn mikli frelsari manna frá þeim draugum sem hafa haldið honum föngnum; hann er dómari og miðlari mála milli hinna tveggja afla, einstaklings og samfélags. Til að koma því jafnræði á hefur Anarkisminn sagt stríði á hendur þeim skaðlegu öflum sem hingað til hafa komið í veg fyrir friðsamlegan samstillingu eðlishvata einstaklings og samfélags.

Emma Goldman - "Anarchism, what it really stands for" úr "Anarchism and other essays" 1911.