Hvað er Anarkismi? Útgáfa Bókasafn Dreifing Hafa Samband
Fréttir / Uppfærslur Greinar Bækur um Anarkisma TenglarMyndir

Ţrjár nýjar bókaumfjallanir 11. apríl 2015 lau.


„Critchley sér ađ ţegar valdalaust fólk, drifiđ áfram af sannfćringarkrafti frelsisţrár sem kemur beint frá hjartanu, beitir sér af hörku gegn ţeim stofnunum sem sem gera tilkall til einkaréttar á beitingu ofbeldis innan samfélags, og verja ţann rétt međ hrottaskap, ţá er ofbeldi fólksins 'ćđra'. Viđ getum ekki gengiđ til kosninga og orđiđ frjáls ţví fulltrúalýđrćđi er skáldskapur af ćđstu gráđu. Viđ getum ekki fariđ í hugleiđslu og jóga og orđiđ frjáls, eins og Critchley segir passíva níhilista okkar samtíma gera ţegar fals nútímastjórnmála verđur ţeim of augljóst. Eins og Páll postuli skrifađi ţá verđur sannfćringarkrafturinn raunverulegur ţegar samfélag er í krísum eins og ţeim sem fals hins kapítalíska fulltrúalýđrćđis og hnignun trúarbragđa leiđa af sér, ţá getur hiđ anarkíska innan samfélaga virkjast til baráttu fyrir eigin frelsi.“

Sjá umfjöllun um Faith of the Faithless – Experiments in Political Theology eftir Simon Critchley.

„Persónuleg vitund mín um anarkisma hefur hingađ til veriđ bundin viđ mótmćlahreyfingar sem vinna á grunni lítilla samvinnuhópa, auk 'lífsstílsanarkista' , einstaklingshyggju og baráttu gegn eyđileggingu vors náttúrulega umhverfis og vistkerfis, ţar á međal primitivisma. Hreyfingum syndikalista hefur ég gefiđ lítinn gaum, ađallega vegna ţess ađ ţađ sem ég hef reynt ađ lesa um ţessa sögu er ţreytandi texti. Hér er sem sagt fyrsta bókin sem ég les um sögu og markmiđ anarkisma í formi verkalýđsbaráttu og núna er bókin 'Black Flame – the Revolutionary Class Politics of Anarchism and Syndicalism' komin ofarlega á leslistann!“

Sjá umfjöllun um Cartography of Revolutionary Anarchism eftir Michael Schmidt.

„Miđađ viđ efnistök hefur Rolling Thunder, eitt af tímaritum CrimethInc hópsins, líklega aldrei veriđ réttnefndara - “Journal of Living Dangerously” - ţví meginuppistađan er frásagnir ţátttakenda í uppreisnum okkar tíma, frá “Arabíska vorinu” til Occupy auk ţess stórhćttulega athćfis ađ vera virkur anarkisti í Ísrael. Ţegar ég skrifa uppreisn, á ég viđ uppreisn sem krefst frelsis frá kúgun. Ţađ eru margir hópar í uppreisn um allan heim, hafa alltaf veriđ og munu alltaf verđa, en af ţeim eru fleiri en ekki sem krefjast umsvifa til ađ kúga ađra, handhafar sannleikans, hópar sem vilja verđa hiđ nýja kúgandi ríki. Rolling Thunder fókuserar eđlilega ekki á ţessa uppreisnarhópa heldur uppreisnir sem anarkistar taka ţátt í og ýta undir.“

Sjá umfjöllun um 11. tölublađ bandaríska anarkistatímaritsins Rolling Thunder - An Anarchist Journal of Living Dangerously.

 

 

Bruni hjá AK Press 26. mars 2015 fim.


Mikill skađi varđ hjá hinni mikilvirku anarkistaútgáfu AK Press í San Francisco um daginn ţegar bruni í ađliggjandi byggingu olli skemmdum vegna elds, reyks og vatns.

Nú er crowdfunding í gangi fyrir hvern sem er til ađ styrkja útgáfuna, allt lítiđ er ţegiđ:

target=_new>http://www.akpress.org/fire-relief.html.


 

 

Samstöđuviđburđur og opnun 8. mars 2015 sun.


Ţessi viđburđur er einnig opnunarviđburđur Andspyrnu-anarkista bókasafnsins á nýjum stađ. í Reykjavíkur Akademíunni, Ţórunnartúni 2.


Samstöđuviđburđur međ ţeim sem ákćrđ eru í Pandora-málinu á Spáni.
Sýning á myndinni Conspiracy: Caso Bombas
Kynning á Pandora og kúgunarađferđum spćnska ríkisins.


Miđvikudaginn 11.mars
kl. 19:00
Reykjavíkur Akademían
Ţórunnartún 2, 105 Reykjavík.

Ţann 16.desember 2014 réđust hundruđir spćnskra lögreglumanna inn í nokkur hús og félagsmiđstöđvar í Barcelona og Madrid. Áhlaupiđ var liđur í herferđ sem beint er gegn anarkistum og nefnist Pandora og var gert ađ skipun ćđsta dómsstigs Spánar. Ellefu anarkistar voru handtekin og birtar mjög óljósar ákćrur um “anarkísk hryđjuverk”. Öll hafa ţau nú veriđ ákćrđ fyrir ţátttöku í GAC (Coordinated Anarchist Groups), hóp sem spćnsk
yfirvöld stimpla sem hryđjuverkahóp. Einu ári áđur, eđa í nóvember 2013 höfđu fimm einstaklingar veriđ handtekin í Barcelona og sitja tvö ţeirra, Monica Caballero og Fransisco Solar, enn í fangelsi. Ţau voru einnig ákćrđ áriđ 2010 í Caso Bombas málinu í Síle, áróđursherferđ gegn anarkistum og
and-yfirvaldssinnum, en samstarf er á milli sílenskra og spćnskra yfirvalda. Monica og Fransisco eru einnig ákćrđ fyrir ţátttöku í GAC og fyrir nokkrar beinar ađgerđir.

Fjölmiđlar létu sitt ekki eftir liggja og unnu náiđ međ lögreglunni viđ ađ stimpla hin handteknu sem anarkíska terrorista og ţar međ réttlćta ađgerđir lögreglunnar. Ríkisvaldiđ verđur ađ búa til óvini, innan eđa utan viđ yfirráđasvćđi sitt, til ţess ađ réttlćta kúgandi ađfarir sínar og yfirráđ, en ţessar árásir lögreglunnar áttu sér stađ daginn eftir ađ spćnska ríkiđ tók í gildi “Ley Mordaza”, gífurlega ströng lög sem banna og
glćpavćđa hverskyns andóf og mótmćli.

Samstađa međ ţeim sem eru ákćrđ í Pandora-málinu.

Frelsi fyrir Monica Caballero og Fransisco Solar!

Brjótum niđur fangelsin og samfélagiđ sem byggir ţau!

 

 

Bókasafniđ opiđ ađ nýju 4. mars 2015 miđ.


Nú er ađ búiđ ađ endurrađa bókum bókasafnsins í nýju heimili innan veggja Reykjavíkurakademíunnar, ađ Ţórunnartúni 2.
Ađstandendur bókasafnins kunna Reykjavíkurakademíunni bestu ţakkir fyrir ađ vilja áfram halda safninu innan sinna veggja. Sendum viđ öllum akademíkerum knús og loforđ um lauslćti.

Rýmiđ er minna en var sem kallađi á tiltekt innan safnsins en tiltekt var holl og góđ nauđsyn óháđ spurningunni um rými. Ţar sem ţetta er bókasafn međ anarkisma sem fókus voru teknar út hinar og ţessar bćkur sem hafa ekki ţann fókus, ţó ađ út af fyrir sig séu ţćr kannski hollur og góđur lestur.

Ţá hvetjum viđ allt áhugafólk til ađ nýta sér bókakost safnsins til sjálfmenntunar í róttćkri iđkun raunverulegs frelsis. Baráttukveđjur.

 

 

Proudhon – ný bókaumfjöllun 17. janúar 2015 lau.


„Proudhon hćtti aldrei ađ skrifa. Hann var óstöđvandi. Hann skrifađi um samfélag skipulagt í bandalögum lausbundnum í samningum milli smárra hópa og um falska mynd lýđrćđiskerfis sem hin auđuga hástétt heldur gangandi. Hann hélt áfram ađ hugsa og koma hugmyndum sínum á blađ ţrátt fyrir ađ missa tvö börn úr sjúkdómum, eigiđ heilsuleysi – hann jafnađi sig aldrei fullkomlega eftir ađ hann lifđi af kólerufaraldur sem gekk yfir París – og fátćkt, ofsóknir yfirvalda og gagnrýni af hendi margra ţeirra sem hefđu betur fagnađ hugmyndum hans. Síđustu vikurnar sem hann lifđi var hann rúmfastur og las dóttur sinni fyrir – ennţá međ bók í smíđum.“

Sjá umfjöllun um Proudhon, bók George Woodcock um franska anarkistann Pierre-Joseph Proudhon sem stundum hefur veriđ kallađur „fađir anarkismans.“

 

 

Fréttir 1 - 5 af 320
[Eldri fréttir]